ZR 9000 THUNDERCAT

FORSÖLUVERÐ: 3.690.000 kr.

Einn af þeim hraðskreiðustu í heiminum í dag.

Þessi ofursleði kemur mjög vel búinn, nú með rafrænu aflstýri. Betri meðhöndlun, ATAC stillanleg fjöðrun „á ferðinni“ og fleira gerir hann að einum besta sleðanum í dag.

ZR 9000 THUNDERCAT EPS MEÐ ATAC

Óviðjafnanlegur C-TEC4 ™ turbó 998cc þriggja strokka mótor sem gefur þér 200 fyrsta flokks hestöfl samstundis, auk fáanlegrar ATAC™ fjöðrunar sem stillanleg er á ferðinni.

9000-SERÍA C-TEC4 TÚRBÓVÉL

ZR Thundercat er ekki í neinum vandræðum með aflið og er með okkar stærstu og öflugustu vél. 9000-sería C-TEC4 túrbó-þriggja strokka mótor sem skilar hámarks hestöflum við hvaða aðstæður sem er.

Fullkominn 4-gengis mótorinn, framleiðir 200 HÖ við 8.750 snúninga á mínútu. Þessi 998cc vél er með mjög snögga inngjöf og túrbósvörun frá túrbínu með millikæli, auk DOHC hönnunar sem passar við 4-gata eldsneytisinnsprautara til að skapa hámarksafköst með lágmarks þyngd.

Þú færð einnig hemlunarstýringu frá vélinni með hraðahringrás í lausagangi og vélarstýringu, léttum álstrokkum og þrýstingssteyptum sveifarás.

EPS

Búinn til að skila auðveldari beygjum og meiri stjórn á ferð.

FOX ZERO IQS HÖGGDEYFAR

Sama hvernig þú ekur - eða við hvaða aðstæður - FOX ZERO iQS höggdeyfarnir hjálpa þér að klára dæmið.

FOX ZERO iQS höggdeyfarnir eru með þremur þjöppunarstillingum (mjúkri, meðal og stífri sem auðvelt er að stilla með skífunni sem er fest á ytra forðabúrinu eða með því að ýta á stýrihnappinn (á gerðum með ATAC). FOX ZERO iQS höggdeyfar eru smíðaðir fyrir breytilegt landslag. Ytra forðabúr þeirra skila akstri án hiks, en utanáliggjandi gormafjöðrun jafnar minni ójöfnur á ferðinni. Fáanlegir með 1,5- eða 2.0-tommu þvermáli.

ADAPT CVT kerfi

Létt og mjó hönnun sem eykur afköst og endingu reimarinnar. Nýja Arctic Cat ADAPT CVT kerfið veitir bætt viðbrögð við inngjöf og mýkri skilum á afli.

AFTURFJÖÐRUN Á RENNANLEGUM SLEÐA

Meiri möguleikar með einstakri „SLIDE-ACTION“ hönnun. Fremri armurinn passar í U-laga rauf sem leyfir 0,5 tommu rennihreyfingu, þannig að fremri armurinn lætur ekki undan þegar aftari armurinn þjappast saman. Þessi einstaka hönnun gefur þér topp ávinning erfiðum aðstæðum: stýring á lyftu skíða við hröðun og full notkun á fremri arminum allan tímann.

„SLIDE-ACTION“ fjöðrun leyfir einnig lægri og stöðugri strekkingu á beltinu með átaksskynjun (Torque-Sensing Link), auk þriggja mismunandi stillinga, stillanlegu fjöðrunarálagi gorma og endingargóðri þriggja hjóla samsetningu á afturöxli.

ARS II FRAMFJÖÐRUN

Næsta stig Arctic Race Suspension (ARS). ARS II gefur þér betra grip við beygjur og aukna hæð frá jörðu til að skila meira öryggi fyrir þig í akstri á eða utan slóða. Steypti álspindilinn er 1,5 tommu hærri frá skíðinu að neðri arminum og er með stífari A-arma. Endurbætt hönnun skilar betri beygjustjórn í slóðum með hörðum þjöppuðum snjó.

11" RÚÐA Í MIÐLUNGS HÆÐ

Bætt vernd frá vindi gerir þér kleift að njóta ferðarinnar betur.

RAFSTART MEÐ HNAPPI

Einfalt, þægilegt og fljótlegt.

GEYMSLA FYRIR GLERAUGU

Þessi innbyggða geymsla fyrir hlífðargleraugu er fest beint í mælaborðið til að tryggja skjótan aðgang og heldur lykilbúnaði þannig öruggum.

RETRO SKREYTING

Thundercat 9000 árgerð 2022 er með Arctic Cat grafíkpakka í tilefni 60 ára afmælisins.

STILLANLEG STAÐA SKÍÐA 42"-43"

Stilltu stöðu skíðanna auðveldlega — Frá 42- til 43-tommu breidd.

1.25" RIPSAW II™ BELTI

Hallandi grip Ripsaw grípa í slóðina, en hönnun belltisins gerir sleðann þægilegri akstri við mikla hröðun.

LED AÐALLJÓS

Þegar kveikt er á háa geislanum heldur lági geislinn áfram að skila LED ljósamynstri með miklu sviði og breidd.

ATAC-FJÖÐRUN SEM ER STILLANLEG Á FERÐINNI

Skiptu á milli mjúkrar, miðlungs og þéttrar fjöðrunar með því að ýta á hnapp, með stýringu sem er fest á stýrið sem stillir sjálfvirkt og samstundis FOX ZERO iQS gashöggdeyfana. Fáanleg á valdar gerðir.

60 ÁRA AFMÆLISMERKI

Fagnaðu 60 ára Arctic Cat með þessu minningarmerki.

AUKAHLUTIR FYRIR VÉLSLEÐA
TILBAKA Í vöruYfirlit

Við eigum fleiri...